Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og búist er við að framkvæmdir hefjist í október næst komandi. Þessu greinir Vísir frá.

Viðskiptablaðið fjallaði um framkvæmdirnar í apríl í vor og kom þar m.a. fram að áætlanir geri ráð fyrir að reist verði 93.000 fermetra verksmiðja sem geti framleitt 16.000 tonn af kísil á hverju ári. Kísillinn er notaður til framleiðslu á sólarflekum til raforkuframleiðslu. Áætlaður fjárfestingarkostnaður við framkvæmdirnar er um 77 milljarðar króna og á verksmiðjan að skapa 400 störf.

Sólarkísilverksmiðjan á Grundartanga verður frábrugðin hinum kísilverunum að því leyti að hún tekur við kísilmálmi og hreinvinnur hann til notkunar í sólarflögum og þarf mikinn fjölda starfsmanna.