Norska fyrirtækið Elkem skoðar nú möguleika á að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Telur fyrirtækið að allt að 350 manns geti fengið vinnu í slíkri verksmiðju ef þetta gengi allt eftir.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust á vef Verkalýðsfélags Akranes hefur félagið lagt aukna áherslu á verksmiðjun sína á Grundartanga og þar hefur orðið mikil uppbygging með aukinni framleiðslu. Í umsókn um endurnýjað starfsleyfi fyrirtækisins á Grundartanga er opnað fyrir þann möguleika að sólarkísilverksmiðja verði byggð upp á Grundartanga.

Baráttan í því máli stendur hins vegar milli nokkurra landa, þ.á.m. Kanada, Indónesíu, Malsasíu auk Íslands. Talið er að mest samkeppni um sólarkísilverksmðjuna frá Kanada er þar í landi er mikil fyrirgreiðsla til nýsköpunar í fyrirtækjum í dreifbýli.

Verksmiðja sem þessi framleiðir sólarrafhöðlur, m.a. í tjald- og fellihýsi. Um er að ræða 10.000 tonna verksmiðja, en ákvörðun um staðsetningu hennar verði tekin á þesu ári.