Gengið hefur verið frá sölu tískuvörukeðjunnar All Saints. Kaupendur eru fjárfestingasjóðirnir Lion Capital og Goode Partners en skilanefndir Kaupþings og Glitnis héldu um meirihluta hlutafjár. Daily Mail greinir frá í dag.

Samkvæmt frétt Daily Mail mun Kevin Stanford, stofnanda og stjórnarformann All Saints, eiga um 15% hlut.

Financial Times greindi frá því í lok apríl að söluferlinu sé nærri lokið. Þá sagði Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, að kaupverð sé viðunandi, en það gerir ráð fyrir að skuld við bankann sé greidd upp.