Fyrirtækið Hilco sem keypti tískuvörukeðjuna MK One af Baugi er ekki þekkt fyrir að kaupa fyrirtæki á yfirverði. Þvert á móti gerir það sér mat úr fyrirtækjum sem eru í verulegum ógöngum.

Sala Baugs Group á tískuvörukeðjunni MK One til Hilco UK Ltd. hefur vakið nokkra athygli í Bretlandi og þá ekki síst vegna reiði birgja sem óttast um ógreiddar vörur sínar til keðjunnar. Baugur keypti MK One árið 2004 fyrir 55 milljónir punda, en verslanakeðjan hefur rekið um 172 verslanir með 2.500 starfsmönnum í Bretlandi.

Líklegt er að Baugur ríði ekki feitum hesti frá þessum viðskiptum þótt ekkert sé látið uppi um sölutapið. Ljóst má þó vera, miðað við stöðuna á markaðnum, að söluverðið er nokkru lægra en kaupverðið.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .