Japanska raftækja og afþreyingarfyrirtækið Sony Corp. hefur lækkað afkomuspá sína fyrir fjárhagsárið 2006 í kjölfar mikils kostnaðar vegna afturkallanna fartölvurafhlaða og vegna vandræða í rekstri leikjatölvusviðs fyrirtækisins, segir í frétt Dow Jones.

Fyrirtækið hefur lækkað afkomuspá úr 130 milljörðum japanskra jena (74,42 milljarða króna) í 80 milljarða (45,8 milljarða króna). Tekjuspá Sony er óbreytt, eða 4,7 billjónir króna.

Sony hefur lent í talsverðum vandræðum í framleiðslu á Playstation 3 tölvunni og svo hefur sala á PSP-leikjatölvunni verið undir væntingum.