Sony, Panasonic, LG, Samsung og Canon eru fimm verðmætustu vörumerkin í Asíu, samkvæmt könnun markaðstímaritsins Campaign. Sony er efst á listanum, þrátt fyrir tölvuárásir hakkara fyrr á þessu ári þar sem persónuupplýsingum um nærri 100 milljón notenda Playstation var stolið.

Í frétt BBC um málið segir að ekkert kínverskt félag sé á lista yfir hundrað verðmætustu félögin. Röðun efstu fimm félaganna er óbreyttur frá því í fyrra, og virðast vekja mesta athygli meðal neytenda í Asíu.