Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines ætlar að óska eftir fjárhagsaðstoð frá bandarískum yfirvöldum, vegna áhrifa kórónuveirunnar á rekstur félagsins. Reuters greinir frá.

Flugfélög víða um heim hafa lent í miklum ógöngum vegna veirunnar, enda hefur hún valdið hruni í eftirspurn eftir flugferðum. Sökum þess eru félögin að fá litlar sem engar tekjur í kassann. Því hafa mörg flugfélög neyðst til að lækka starfshlutfall starfsmanna sinna tímabundið, eða hreinlega segja þeim tímabundið upp störfum.

Í síðustu viku var samþykkt á bandaríska þinginu að lagðir yrðu til hliðar 25 milljarða dollara sem hafa verið ætlaðir eru til að hjálpa flugfélögunum að komast í gegnum þessa krefjandi tíma.