*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 17. ágúst 2018 19:03

Spá 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í ágúst.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagstofan birtir ágústmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 30. ágúst næstkomandi. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir verður ársverðbólga óbreytt í 2,7%.

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 23% milli mánaða í júlí, sem er svipað og í fyrra. Við gerum ráð fyrir að árstíðarbundin lækkun þessa liðar milli mánaða í ágúst verði einnig svipuð og í fyrra.

Könnun okkar á verðsjá fasteigna bendir til reiknuð húsaleiga hækki. Alls erum við að gera ráð fyrir um 0,4% hækkun milli mánaða.

Verð á fötum og skóm hækkaði mun minna milli mánaða í ágúst en við búist var við. Skýrðist það af því að sumarútsölurnar voru enn í gangi í verðkönnunarvikunni. Við teljum að þessi óvenjulega töf í fyrra muni ekki endurtaka sig í ár. Við gerum ráð fyrir að liðurinn hækki um 5,5% milli mánaða í ár í samanburði við 2,4% hækkun milli sömu mánaða í fyrra.