Vöxtur landsframleiðslu verður 2,3% 2011 og 2,9% 2012, ef nýútkomin þjóðhagsspá Hagstofu Íslands gengur eftir. Samkvæmt spánni aukast einkaneysla og fjárfesting en samneysla heldur áfram að dragast saman. Spáin nær til ársins 2016.

Gert er ráð fyrir að aukning fjárfestinga og einkaneyslu leiði til vaxtar í landsframleiðslu frá 2011 og út spátímann þrátt fyrir mikinn samdrátt í samneyslu árin 2011 og 2012. Talsverður afgangur verður af vöru- og þjónustuviðskiptum, enda er ekki gert ráð fyrir að gengið styrkist mikið á spátímanum.

Spáð er að verðbólga haldist við markmið Seðlabankans og að atvinnuleysi minnki meðan hagvöxtur er nægur.

Þjóðhagsspá 2011-2016.