IFS greining gerir ráð fyrir að verðlag í apríl hækki um 0,3% frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir hækkar tólf mánaða verðbólga úr 2,2% í 2,3%. Verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli hækkar úr 0,8% í 5,0% þar sem verðhjöðnunin í janúar dettur út úr mælingunni og verðlag hækkaði nokkuð í febrúar.

Hagstofan birtir verðbólgutölur þriðjudaginn 29. apríl n.k. Það er óhætt að segja að það sé ekki mikið að frétta í þessum mánuði enda hefur krónan verið nokkuð stöðug m.a. gagnvart Evru. Helstu áhrifavaldar á hækkun verðlags nú er flutningaliðurinn og húsnæðisliðurinn.