Rannsóknasetur verslunarinnar kynnti nú í morgun  spá um jólaverslunina og tilkynnt var hver jólagjöfin í ár yrði.

Rannsóknasetrið spáir 7,5% samdrætti í jólaverslunina að raunvirði. Spáin er þó háð mikilli óvissu vegna efnahagsástandsins og minnkandi væntinga almennings. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að veltan í smásöluverslun verði um 59 milljarðar kr. en var í fyrra 54,6 milljarðar kr án virðisaukaskatts. Miklar verðhækkanir hafa orðið  á árinu og því er spáð raunlækkun á veltu.

Könnun á jólainnkaupum leiðir í ljós að landsmenn ætla að verja minna til jólainnkaupa fyrir þessi jól en í fyrra, byrja jólainnkaupin fyrr og versla minna í útlöndum áður. Ætla má meiri hagkvæmni ráði för í jólainnkaupum að þessu sinni en áður hefur verið.

Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun. Sérskipuð dómnefnd komst að þessari niðurstöðu og rökstyður það með því að íslensk hönnun njóti vaxandi vinsælda og sé mjög í tekt við tíðarandann.

Hannaður hefur verið sérstakur límmiði sem verslanir geta notað með áletruninni Jólagjöfin í ár - Íslensk hönnun. Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu annast dreifingu á miðunum til verslana.