Hagfræðideild Landsbankans spáir því að íbúðarfjárfesting aukist um 18% á árinu 2016 og svo um 20% á árinunum 2017 og 2018 og 15% árið 2019. Gangi spá bankans eftir mun íbúðarfjárfesting nema 3,9 af landsframleiðslu á árinu 2018. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans .

Einnig kemur fram í greiningu bankans að Íbúðarfjárfesting hafi einungis verið 2,6% af landsframleiðslu í fyrra - en hafði hins vegar verið 4 til 6% frá aldamótum til ársins 2008. „Hlutfallið fór lægst niður í 2,2% árið 2010 og síðustu 3 ár hefur íbúðafjárfesting verið að meðaltali um 2,8% af VLF, sem er langt fyrir neðan meðalhlutfallið 3,9% á árunum 2000-2014.“

Hins vegar jókst íbúðarfjárfesting um 17% miðað við sama tíma árið áður á fyrri helmingi þessa árs. Að mati Landsbanks er sú aukning kærkomin.