Greining Glitnis spáir því að hagnaður Kaupþings banka á þessu ári verði 85,2 milljarðar króna, þar af verði 39,4 milljarða króna hagnaður hjá bankanum á þriðja ársfjórðungi. Þetta kom fram á fundi í morgun þar sem afkomuspá greiningardeildar bankans var kynnt.

Afkoma Kaupþings banka er óvenju góð á þriðja ársfjórðungi. Helsta ástæða þess er um 26 milljarða króna gegngismunur af seldum og óseldum bréfum í Exista. Það þarf ekki að taka fram að Glitnir mælir með kaupum á bréfum Kaupþings banka og er verðmatsgengi þeirra á bankanum 979.

Greiningardeild Glitnis bendir einnig á að jákvæð þróun á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndum á þriðja ársfjórðungi skili bankanum miklum gengismun.