COVID 19 faraldurinn hefur gerbreytt efnahagshorfum til skemmri tíma Ljóst virðist að efnahagssamdráttur verður umtalsverður á árinu 2020. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Íslandsbanka, sem birt var í morgun.

Í janúar spáði Greining Íslandsbanka 1,4% hagvexti fyrir árið en nú spáir hún 9,2% samdrætti. Aftur á móti er gert ráð fyrir tiltölulega stuttu samdráttarskeiði því þjóðhagsspánni er búist við 4,7% hagvexti strax á næsta ári og 4,5% árið 2022. Spáir bankinn 2,2% verðbólgu á þessu ári að meðaltali en 2,1 til 2,3% verðbólgu á árunum 2021 og 2022. Ennfremur er reiknað með því að stýrivextir verði komnir í 0,75% fyrir lok þriðja ársfjórðungs 2020 en að á næsta ári muni vextirnir hækka.

Í þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir 9,6% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári en 5,8% á því næsta og 3,8% árið 2022.

„Hversu hratt faraldurinn gengur niður er lykilforsenda fyrir því hversu hraður efnahagsbatinn verður Verði faraldurinn í rénun eftir mitt ár eru góðar horfur á myndarlegum hagvexti á seinni tveimur árum spátímans,“ segir í spá Íslandsbanka. „ Erlend staða þjóðarbúsins er sterk, gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans styður við krónuna og hið opinbera hefur svigrúm fyrir aukna skuldsetningu. Fjölmargar ástæður eru því til bjartsýni á framtíðina.“