IFS Greining spáir að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,2% í júní. Tólf mánaða verðbólga mun þá mælast 3,9% samanborið við 3,4% í maí.

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Í spánni kemur fram að verð á bensíni hefur lækkað um 1,5% og verð á díselolíu lækkaði um 2,21% frá því í maí. Þá lækkaði matarkarfan um 0,4% frá fyrri mánuði samkvæmt mælingu IFS. Mæling á verði matarkörfunnar er framkvæmd á ákveðnum vörum sem nær ávallt eru til sölu, og svo virðist sem að þær hafi lækkað milli mánaða.

Þá segir að nokkur óvissa sé um afleiðingar nýlegra kjarasamninga og hvenær þeir eiga eftir að hafa áhrif á VNV til hækkunar. Komi þær fram nú gæti verðbólga myndast í gegnum ýmsa smærri þjónustuliði sem IFS greining mælir ekki beint.