*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Erlent 14. apríl 2021 18:02

SpaceX sækir 1,2 milljarða dala

Geimfyrirtækið SpaceX, sem Elon Musk stofnaði, hefur lokið 1,16 milljarða dala fjármögnun.

Ritstjórn

Geimfyrirtækið SpaceX, sem Teslu forstjórinn Elon Musk stofnaði, hefur lokið 1,16 milljarða dala fjármögnun á síðustu tveimur mánuðum, að því er Reuters greinir frá.

Á meðal fjárfesta í SpaceX eru Alphabet, móðurfélag Google, og Fidelity Investments. Greindi SpaceX frá því í febrúar að félagið hefði lokið 850 milljóna dala fjármögnun. Í kjölfarið var fyrirtækið metið á 74 milljarða dala.

Undir lok síðasta sumars sótti fyrirtækið 1,9 milljarða dala í fjármögnunarumferð, sem er jafnframt sú stærsta sem það hefur ráðist í. 

Stikkorð: Elon Musk SpaceX