Greiningardeild Landsbankans spáir að vísitala neysluverðs hækki um 0,3% í ágúst.

"Tólf mánaða verðbólga lækkar lítillega, og mælist 3,7% í ágúst gangi spáin eftir. Þá mun VNV standa í 273,8 stigum. Í mánuðinum gætir enn einhverra útsöluáhrifa á fatnaði og skóm," segir greiningardeildin. "Áhrifin eru þó mun minni en í síðustu mælingu. Að öðru leyti reiknum við með því að aðrir liðir hækki eða standi í stað. "

Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga 13. ágúst næstkomandi.