Það má eiga von á töluverðum sveiflum á markaðnum á árinu, að sögn greiningardeildar Kaupþings, sem spáir að Úrvalsvísitalan muni vera 8.000 stigum við lok árs, sem er um 25% hækkun yfir árið.

?Hátt vaxtastig setur pressu á fjármagnið á markaðinum auk þess sveiflur í gengi krónunnar eru líklegar til að smita út á hlutabréfamarkaðinn líkt og verið hefur.

Þrátt fyrir það teljum við möguleika til hækkunar Úrvalsvísitölunnar nokkuð góða en mikil umsvifaaukning og væntingar okkar um áframhaldandi ytri vöxt félaga ættu að styðja við frekari hækkanir,? segir greiningardeildin.