Sparisjóðirnir munu flestir lækka verðtryggða inn- og útlánsvexti frá og með 11. janúar næstkomandi.

Samkvæmt tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða munu útlánsvextir lækka um 0,05% og verðtryggðir innlánsvextir um allt að 0,10%.

Einnig verður breyting á innlendum gjaldeyrisreikningum en ekki kemur fram í tilkynningunni hver hún er.