Tap Sparisjóðs Mýrasýslu á fyrstu 6 mánuðum ársins nam 4.628 millj. kr. eftir skatta.

Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi var um 1,5 milljarður króna samanborið við 6,3 milljarða króna  í árslok 2007. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD-reglum var -0,5%.

Í ársbyrjun 2008 sameinuðust dótturfélagið Sparisjóður Siglufjarðar og Sparisjóður Skagafjarðar og er sameinaður sparisjóður hluti af samstæðureikningi.

Þá er Reykjavík Capital hf. hluti af samstæðureikningi sparisjóðsins í kjölfar samþykkis Fjármálaeftirlitsins á kaupum Sparisjóðs Mýrasýslu á félaginu