Tónlistarveitan Spotify hafa boðið Barack Obama starf sem „forseta lagalista,“ en fráfarandi forseti Bandaríkjanna sagðist á dögunum í gríni að hann hefði áhuga á því að starfa fyrir fyrirtækið. Í kjölfarið birti Spotify auglýsingu á ráðningarsíðu sinni, þar sem leitað var eftir „forseta lagalistanna.“

Samkvæmt starfslýsingunni þurfa umsækjendur til að mynda hafa átta ára reynslu af því að stjórna stórþjóð ásamt því að hafa unnið til Nóbelsverðlauna. Einnig þurfa umsækjendur að hafa vinalegt og hlýjan persónuleika.

Daniel Elk, forstjóri Spotify, lét forsetann vita á Twitter og sagði að hann hafi frétt af því að Obama væri að leita sér að vinnu og bendir honum á atvinnutækifærið.