Daniel Ek og Martin Lorentzon, stofnendur tónstreymiveitunnar Spotify, hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að þeir muni flytja með höfuðstöðvar sínar úr landi ef sænsk yfirvöld gera ekki nauðsynlegar úrbætur vandamálum sem koma í veg fyrir að sprotafyrirtæki geti vaxið og þróast líkt æskilegt er. Flutningur höfuðstöðvanna myndi hafa í för með sér að þúsundir starfa hverfi frá Svíþjóð.

Spotify-menn telja nauðsynlegt að sænskt umhverfi og þjóðfélag taki nauðsynlegum breytingum svo fyrirtæki í landinu geti keppt við örar breytingar á heimsmarkaði og haldið áfram að vera samkeppnishæf.

Yfirlýsingar Spotify eru ekki einsdæmi en sambærilegar raddi hafa verið uppi meðal evrópskra tæknifyrirtækja þar sem þess er gjarnan krafist að stjórnvöld í Evrópuríkjunum skapi umhverfi sem geri sprotafyrirtækjum kleift að vaxa og þróast og takist þannig að keppa við risa á markaðnum á borð við Google, Facebook og Apple.

Stofnendurnir Spotify krefjast úrbóta m.a. í húsnæðis- og menntunarvandamálum auk þes að reglur landsins hamli þeim að veita starfsfóki sínu hlutabréfum í fyrirtækin. Mikill skortur er á viðeigandi húsnæði í Stokkhólmi sem gerir starfsfólki fyrirtækisins og samstarfsaðilum þeirra erfitt fyrir. Auk þess telja þeir nauðsynlegt að bæta kennslu ungra barna þegar kemur að forritun og tölvutækni.