Tónlistarveitan Spotify er væntanlega að undirbúa skráningu á markað því fyrirtækið hefur ráðið sérfræðinga til að undirbúa hlutafjárútboð.

Fyrirtæki sem ætla á markað verða að uppfylla opinberar reglur um reikningsuppgjör og birtingu þess og Spotify hefur auglýst eftir sérfræðingum sem geta aðstoðað við það. Bankamenn og lögfræðingar hafa túlkað þessa leit Spotify þannig að fyrirtækið hafi hug á að fara á markað.

Spotify er sænskt fyrirtæki. Forsvarsmenn þess hafa allt frá því í nóvember verið að leita fjármagns og söfnuðu 250 milljónum dala í nóvember. Talið er að fyrirtækið geti verið 8 milljarða dala virði.