Ört hækkandi lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum árum verið einn stærsti orsakavaldurinn í stórhækkuðu fasteignaverði. Þetta kemur fram í helgarúttekt Viðskiptablaðsins.

Sem dæmi hefur parhúsalóð á þessu svæði, samkvæmt gögnum verktaka á tíu ára tímabili, 1998 til 2008, hækkað í krónum talið úr 1,6 milljónum í 11,1 milljón (lágmarksverð) og blokkaríbúðarlóð úr 640 þúsund í rúmar 7 milljónir króna. Er það um 700% til rúmlega 1.000% af lágmarksverði til verktaka 1998.

Miðað við stöðu á fasteignamarkaði í dag telja þeir verktakar sem blaðið ræddi við algjörlega glórulaust að byggja á þessum lóðum sem voru t.d. auglýstar í Kópavogi um síðustu helgi og hafa verið auglýstar í Hafnarfirði. Fyrir utan það að sitja uppi með mikinn fjármagnskostnað af lóðunum sjálfum verði kostnaður af húsinu upp komnu mun hærri en mögulegt væri að leggja ofan á viðkomandi eignir við sölu