*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 18. júní 2014 11:11

Sprettur og Form5 sameinast í Kolibri

Pétur Orri er framkvæmdastjóri Kolibri en Ólafur Örn Nielsen sölu og markaðsstjóri.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hugbúnaðarfyrirtækið Sprettur og hönnunarstúdíóið Form5 hafa sameinast undir merkjum Kolibri. Hjá fyrirtækinu, sem verður alfarið í eigu starfsmanna, munu starfa 20 hönnuðir og hugbúnaðarsérfræðingar.  Þetta er ný tegund fyrirtækis, sem er hvorki klassískt hugbúnaðar- né hönnunarfyrirtæki heldur mun það einbeita sér að því að hanna og þróa stafrænar upplifanir fyrir viðskiptavini sína, að því er segir í tilkynningu. Pétur Orri Sæmundsen, verður framkvæmdastjóri Kolibri og Ólafur Örn Nielsen sölu- og markaðsstjóri. Steinar Ingi Farestveit verður það sem kallað er „creative director“. 

Hugbúnaðarfyrirtækið Sprettur var stofnað árið 2007 og er það brautryðjandi í Agile og Lean aðferðafræði á Íslandi og hefur kynnt nýjar stjórnunar- og tækniaðferðir í hugbúnaðargeiranum hér á landi.  Sprettur hefur þróað hugbúnaðarlausnir fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og gangsett yfir 100 teymi í Agile aðferðum. Sprettur hefur haldið Agile Ísland ráðstefnuna síðan 2007 og Lean Ísland ráðstefnuna síðan 2010. Form5 er rúmlega ársgamalt hönnunarstúdíó þar sem lögð er áhersla á vel hannaða notendareynslu og verður hún í forgrunni hjá sameinuðu fyrirtæki.

Form5 vann til allra helstu vefverðlauna sem veitt voru hér á landi í fyrra fyrir vef Nikita Clothing, og var hann þ.m.t. valinn besti vefurinn á SVEF, vefur ársins á NEXPO og hlaut Form5 verðlaun FÍT fyrir best hönnuðu vefsíðuna.

Á meðal viðskiptavina Kolibri eru Vodafone, Össur, 66°Norður, Tryggingamiðstöðin, Nikita Clothing,  Nova, Sjóvá, Eimskip, Já.is og Salomon. Á meðal dótturfélaga Kolibri eru Agile Ísland og Lean Ísland.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is