Hlutverk almennings í fjármögnun sprotafyrirtækja er talsvert minna hér á landi en tíðkast víðast hvar erlendis, þar sem gjarnan er til staðar fjölbreytt flóra af vettvangi sem býður upp á einfalda leið fyrir einstaklinga til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með þátttöku í hópfjármögnun. Ljóst er að ekki öll sprotafyrirtæki henta vísisjóðum til fjárfestinga, t.a.m. ef þau hafa minni fjármögnunarþörf eða sjá ekki fram á að geta stækkað starfsemi sína inn á alþjóðamarkað á skömmum tíma án mikils kostnaðar.

Dusta rykið af fjármögnunarvettvangi

Tæknifyrirtækið Kóði, sem rekur meðal annars Kelduna, vann fyrir nokkrum árum að smíði kerfis utan um fjármögnun smærri og meðalstórra fyrirtækja sem vilja sækja sér hlutafé á almennum markaði með einföldum og rafrænum hætti.

Á þeim tíma átti Kóði í góðu samtali við Fjármálaeftirlitið og mat það svo að forsendur fyrir vettvangi sem þessum væri sannarlega fyrir hendi, þrátt fyrir þá miklu áhættu sem fylgir því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Hefur Kóði nú dustað rykið af kerfinu og er líklega á leið í samstarf við Fjártækniklasann um að setja upp vettvang sem er með vinnuheitið MinnSproti.is, en stefnt er á að vefurinn líti dagsins ljós eftir áramót.

„Þetta fyllir klárlega upp í ákveðið gat á markaðnum, þetta er kannski fyrr í ferlinu heldur en vísisjóðir og með þessu gæti fyrirtæki boðið almenningi upp á að taka þátt í hlutafjáraukningu en ekki einungis nálgast sjóði eða fagfjárfesta. Þetta er að erlendri fyrirmynd og hugmyndin að setja þetta upp hérlendis einnig," bætir Thor við og nefnir sem sambærileg dæmi Folkeinvest.no og Dealflow.no í Noregi, sem báðir auðvelda tengsl sprotafyrirtækja og almennings í gegnum vefsíðu sína. Hann telur að mikill áhugi yrði meðal íslensks almennings á að taka þátt í slíkum hlutafjáraukningum væru þær í boði hér á landi.

„Ég held að fullt af fólki sé til í að fjárfesta í svona fyrirtækjum. Ef maður skoðar hversu margir Íslendingar eru að kaupa Bitcoin, sem er mjög áhættusamt, þá myndi maður ætla að fólk geti sett pening í sprota sem eru að reyna að koma sér af stað.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .