Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur hækkað verð sín til kúabænda og greiðir eftir verðbreytinguna hæstu verð í algengustu flokkum nautgripakjöts. Þá hefur SS einnig gert breytingar á flutningskostnaði og lækkað flutningskostnað verulega hjá þeim bændum sem senda marga gripi í sláturhús á sama tíma. Eftir þessar breytingar greiðir SS hæsta verð til kúabænda samkvæmt verðlíkani Landssambans kúabænda. Þess má geta að undanfarið hafa sláturhafar verið að hækka verð til bænda.