Tap Sláturfélags Suðurnesja á tímabilinu janúar til júní nam 471,7 milljónum króna. Á sama tímabili árið 2007 hagnaðist félagið um 121,6 milljón.

Tekjur á fyrri helmingi þessa árs námu 3,2 milljörðum króna sem er aukning um 28% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði nam 288 milljónum króna.

Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér fyrir helgi kemur m.a. fram að afkoma versni vegna hækkunar fjármagnsgjalda, en fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu 632 milljónum króna. Þar af nam gengistap 497 milljónum.

Heildareignir voru 5,4 milljarðar í lok júní og heildarskuldir 4,3 milljarðar. Eigið fé félagsins nam 1,1 milljarði króna hinn 30. júní