Á fundi Rannís í morgun kom fram að deCode geymdi um 33 milljónir Bandaríkjadala (um 3,8 milljarðar króna) í skuldabréfum sem keypt voru í gegnum bandaríska bankann Lehman-Brothers. Þrátt fyrir að það fé sé ekki tapað í dag er það ekki lausafé og af því eru greiddir vextir.

Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þar kemur einnig fram að staða deCode sé mjög erfið nú og rætt sé við fjárfesta í Bandaríkjunum og Bretlandi um sölu fyrirtækisins.

Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið ennþá, samkvæmt heimildum RÚV. Verði deCode selt kemur til greina að flytja starfsemi félagsins að hluta til eða að öllu leyti úr landi.