Útlán og eignarleigusamningar ýmissa lánafyrirtækja námu 892 milljörðum króna í lok júlí 2008 og höfðu lækkað um tæpa 3 milljörðum króna í mánuðinum, samanborið við aukningu upp á rúma 10 milljarða króna mánuðinn á undan.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Staða útlána til heimila nam tæpum 555 milljörðum króna lok júlí og hafði dregist saman um tæpa 3 milljarða króna í mánuðinum.

Innlendar lántökur lækkuðu um 3 milljarða króna í júlí og erlendar lántökur drógust saman um tæpa 4 milljarða króna