Halldór Kristmannsson, talsmaður Actavis, segir stöðuna óbreytta og að félagið hafi ekki hætt við að gera formlegt kauptilboð í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þrátt fyrir hærra tilboð frá bandaríska keppinautnum Barr Pharmaceuticals.

Halldór tekur fram söluferlið sé enn í fullum gangi og bendir á að óverulegur munur sé á tilboðunum, en gengisbreytingar hafa orðið til þess að tilboð Actavis er nú í kringum tveir milljarðar Bandaríkjadalir.

Financial Times greindi frá því í dag að bandaríska fyrirtækið sé tilbúið að greiða 2,1 milljarð Bandaríkjadala, eða um 152 milljarða íslenskra króna, fyrir Pliva. Þegar Actavis gerði kauptilboð í Pliva að virði HKR630 á hlut í apríl nam það 1,85 milljörðum Bandaríkjadala.

Halldór segir að hreyfingar á gjaldeyrismörkuðum hafi leitt til þess að kauptilboð félagsins sé nú í kringum tveir milljarðar Bandaríkjadala og að því sé ekki mikill munur á kauptilboðunum. Hann sagði einnig að mögulegt væri að breyta kauptilboðinu, þar sem að er ekki bindandi.