Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun minnisblað sem kveður á um endurskoðun á lögum um Seðlabankann.

Í framhaldi af því hefur verið ákveðið að auglýsa embætti seðlabankastjóra laust til umsóknar. Er það gert til að gefa stjórnvöldum aukið svigrúm í tengslum við mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann.

Má Guðmundssyni hefur verið tilkynnt um að staðan verði auglýst.

Fram kemur á vef fjármálaráðuneytis að Í framhaldinu mun Bjarni setja á fót starfshóp til að leggja mat á æskilegar breytingar. Hópurinn skal hafa það að markmiði að treysta trúverðugleika og sjálfstæði bankans og traust á íslenskum efnahagsmálum.