Væntanlegt hlutafjárútboð danska orkufyrirtækisins Dong Energy mun að mestum líkindum verða það stærsta í sögu Danmerkur. Bloomberg greinir frá.

Stærsti lífeyrissjóður Danmörku, PFA Pension A/S  hefur sýnt áhuga á að stækka eignarhluta sinn í danska orkufyrirtækinu þegar útboðið fer fram en sjóðurinn keypti ásamt Goldman Sachs og ATP um fjórðungs hlut í fyrirtækinu á síðasta ári. en sjóðurinn sagði að fjárfestingin falli vel að fjárfestingarmarkmiðum sjóðsins.

Gert er ráð fyrir að Dong Energy verði skráð á markað ekki seinna en í mars 2017 en félagið er núna í viðræðum við banka sem mun sjá um útboðið.  Fjármálaráðherra Danmörkur Claus Hjort Frederiksen hefur sagt að heildarverðmæti útboðsins gæti verið allt að 70 milljarðar danskra króna, eða um 1.322 milljarðar íslenskra króna.

Dong Energy er 76% í eigu dönsku ríkisstjórnarinnar og hét áður Dansk Naturgas og Dansk Olie og Naturgas.