The New Century Global Center í Kína er stærsta bygging í heimi samkvæmt ráðamönnum í Kína.

Byggingin er ekki há eins og á oftast við um stærstu hús í heimi en stór er hún. Hún er 500 metrar að lengd, 400 metrar að breidd, 100 metrar að hæð og 1,7 milljónir fermetrar að stærð. Til að setja það í samhengi þá kæmust 20 óperuhús í Sydney fyrir þar inni og tæplega þrjár Pentagon byggingar.

Byggingin opnaði 28. júní og hýsir skrifstofur og nokkur hótel, leikhús og verslunarmiðstöðvar. Fyrir fólk sem fílar Miðjarðarhafið þá er að finna eftirlíkingu af þorpi við Miðjarðarhafið inni í byggingunni og vatnsgarð sem heitir Paradise Island.

The Global Center er í borginni Chengdu sem er höfuðborg Sichuan héraðs í Suðvestur Kína. En í borginni búa 14 milljónir manna.

CNN segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag. Sjá nánar hér .

Chengdu's New Century Global Center
Chengdu's New Century Global Center

Chengdu's New Century Global Center.
Chengdu's New Century Global Center.

Chengdu's New Century Global Center.
Chengdu's New Century Global Center.

Chengdu's New Century Global Center.
Chengdu's New Century Global Center.

Chengdu's New Century Global Center.
Chengdu's New Century Global Center.