Creditinfo á Íslandi hefur birt staðfestar tölur um að 826 fyrirtæki sem hafa komist í greiðsluþrot frá 1. janúar til 30. júní á þessu ári. Þar af hafa 386 fyrirtæki verið úrskurðuð gjaldþrota. Af þessum fjölda hafa 131 fyrirtæki í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð komist í þrot og 66 þeirra hafa verið úrskurðuð gjaldþrota. Heild- og smásöluverslun ásamt fyrirtækjum í viðgerðarþjónustu á vélknúnum ökutækjum kemur þar næst á eftir.   Enn vantar þó inn í þessa skráningu að mati Creditinfo þar sem fjöldi er enn í meðferð. Þannig að heildartala greiðsluþrotafyrirtækja kanna að vera 951 og af þeim fari 501 í gegnum gjaldþrotameðferð.