Bradley D. Reiter, íbúi í Flórída-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn fyrir að hafa haft með sviksamlegum hætti og hreinum og beinum þjófnaði haft á brott um 1.800 tonn af appelsínum frá appelsínubændum í ríkinu.

Er virði appelsínanna metið á um 540.000 dali, eða um 70 milljónir króna.

Reiter átti fyrirtækið Reiter Citrus Inc. og samdi við appelsínuræktendur um að hann myndi kaupa af þeim ávexti og sækja þá til þeirra. Hann sótti vissulega appelsínurnar en greiddi aldrei fyrir þær. Þá fór hann á land eins appelsínubónda og fjarlægði þaðan um 180 kassa af appelsínum.

Í ofanílag hafði Reiter ekki leyfi stjórnvalda til að eiga viðskipti með sítrusávexti. Ekki er ljóst enn hvað varð um alla ávextina sem hann hafði af bændunum.