Standard Chartered bankinn, sem skráður er bæði í kauphöllina í London og Hong Kong, hefur tilkynnt um 84 milljarða krónu yfirtökuboð í Hsinchu International Bank frá Taívan, segir í frétt Dow Jones.

Tilboðið hljóðar upp á 24,5 tævanska dali á hlut og er tilboðið er 31,37% hærra en gengi Hsinchu við lokun markaðar á föstudag.

Citigroup bankinn er nú við það að ljúka við yfirtöku á Bank of Overseas Chinese, sem einnig er frá Taívan, fyrir um 31,8 milljarða króna.

Erlendir bankar hafa verið að auka umsvif sín á bankamarkaðnum í Taívan, sem þegar ofsetinn og mun það setja aukinn þrýsting á lánastofnanir sem þar starfa um sameiningar, segir í fréttinni.