Starfsmönnum verður fækkað um allt að eitt hundrað fáist ekki frekara fjármagn til reksturs Landspítalans en gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins 2015. Hagræðingaraðgerðir eru í undirbúningi innan spítalans. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Rekstrarkostnaður mun þurfa að lækka um 1,5 milljarða króna.

Jón Hilmar Friðriksson, staðgengill forstjóra LSH, segir að nákvæm útfærsla hagræðingaraðgerða liggi ekki fyrir. Þegar sé búið að breyta starfseminni svo mikið í niðurskurði undanfarin ár að varla sé hægt að ganga lengra.