27.000 starfsmenn Boeing flugvélaframleiðandans eru farnir í verkfall. Vélsmiðir félagsins eru óánægðir með laun sín og hafa lagt niður vinnu. Verkalýðsfélag þeirra segir að með tilliti til methagnaðar Boeing og þess að félagsmenn sínir hafi ekki fengið launaæhkkun í fjögur ár, hafi tilboð Boeing ekki verið nálægt því að vera nógu gott.

Talið er að verkfallið valdi enn frekari töfum á afhendingu Dreamliner flugvélarinnar.

Í verkalýðsfélagi vélsmiðanna (The Machinist Union) er stærstur hluti verkamanna Boeing, og félagið segist ekki ætla að reyna að smíða flugvélar á meðan á verkfallinu stendur.

Greiningaraðilar telja að kostnaður Boeing af verkfallinu sé a.m.k. 100 milljónir Bandaríkjadala á dag, vegna tapaðra tekna og vegna tafa á afhendingu Dreamliner vélarinnar.

BBC greindi frá.