Utanlandsferðir starfsmanna Fjármálaeftirlitsins (FME) hafa kostað meira en 142 milljónir króna seinustu þrjú ár.

Meira en þrjú ársverk eftirlitsins eru erlendis og voru starfsmenn þess 631 dag erlendis á fyrstu níu mánuðum ársins 2014.

FME hefur lögum samkvæmt eftirlit með íslenskum fjármálastofnunum en starfsemi þeirra utan landsteinanna er afar takmörkuð.

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, segir ferðirnar að mestu komnar til vegna Evrópusamstarfs, en eftirlitið er aðili að fjölda stofnana, nefnda og starfshópa á vegum Evrópusambandsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð .