Eins og flestum er kunnugt herjaði fellibylurinn Sandy á New York-borg og þurfti því að loka hlutabréfamörkuðum.

Þeir starfsmenn sem fengu hlutabréf frá fyrirtækinu þegar það fór á hlutabréfamarkað gátu hafið sölu á hlutabréfunum á mánudaginn en Sandy kom í veg fyrir það. Samtals mega 234 milljónir hluta fara í viðskipti.

Margir starfsmenn hafa ákveðið að selja í fyrirtækinu en hlutabréf í samfélagsmiðilsins lækkuðu um 3,8% í gær þegar hlutabréfamarkaðurinn í New York opnaði loksins. Það sem af er degi hefur gengi hlutabréfa Facebook hækkað um tæplega 1%.

Greinendur telja að það skrítið að Facebook skuli hafa leyft sölu hlutabréfa starfsmannanna innan við ári frá því að hlutafjárútboðið fór fram.

Um 777 milljónir hluta sem bæði starfsmenn og fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboðinu mega fara í viðskipti 14. nóvember.