Stjórnendur Statoil í Noregi hafa búið sig undir að allt geti mögulega farið á versta veg í Evrópu, þar á meðal að evran hrynji. Hluti af þeirri áælun hefur fólgist í því að lágmarka áhættuna af markaðseignum sem hlaupa á hundruðum milljarða íslenskra króna. Við lok annars ársfjórðung átti Statoil þannig um 1.500 milljarða íslenskra króna í reiðufé.

„Nú þegar við höfum horft upp á óróleikann í bankakerfinu og á mörkuðum höfum við gert fjárfestingastefnu okkar enn íhaldssamari, bæði hvað varðar tímalengd og lánaáhættu. Báðar þessar víddir höfum þegar lagað,“ segir Morten Færevåg, í fjárstýringu Statoil í samtali við Dagens Næringsliv. "Við viljum vera reiðubúinir til að geta tekist á við verstu hugsanlegu aðstæður. Og þá er ég sérstaklega að hugsa um það sem gæti gerst á evrusvæðinu, þ.e. að evra hrynji."