Hlutabréf í norska olíufélaginu Statoil Hydro hafa fallið um 11%, eða sem samsvarar lækkun upp á 7,5 milljarða evra, í kjölfar yfirlýsingar félagsins um að það geti ekki staðið við áætlanir sínar um framleiðslu á árinu.

Vegna vandræða sem hafa komið upp við framleiðslu í nokkrum olíu- og gaslindum hefur Statoil ákveðið að draga úr framleiðslu sinni og nær því ekki að framleiða þær 1.735 milljón tunnur sem til stóð á árinu.