Met olíuframleiðsla norska olíurisans StatoilHydro á fyrsta ársfjórðungi þess árs hefur leitt til þess að minni samdráttur varð á hagnaði en búist var við.

Spáð var að hagnaður færi niður í 30,2 milljarða norskra króna á fyrsta ársfjórðungi miðað við 51,4 milljarða norskra króna á sama tía í fyrra. Niðurstaðan varð 35,5 milljarðar NKR (um 5,57 milljarðar dollara) sem er 5,3 milljörðum NKR betri útkoma en spáð var.

Olíuframleiðsla fór í 1,94 milljónir tunna á dag, en var 1,89 milljónir tunna á dag á sama tímabili í fyrra. Hagnaður hefði því aukist verulega milli ára ef ekki hefði komið til 41% lækkunar olíuverðs á milli ára. Um 23% hækkun á gasverði hjálpar þó líka til.