Arion banki.
Arion banki.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Stefnir, sem rekur verðbréfa-, fjárfestinga- og fagfjárfestingasjóði Arion banka, hagnaðist um 311 milljónir króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn nam 381 milljón á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstrartekjur félagsins lækkuðu um 3,57% samanborið við árið áður, eða um 27 milljónir. Rekstrargjöldin hækkuðu um 15,78%, eða 47 milljónir króna.

Eigið fé Stefnis í lok tímabilsins nam 2.025 milljónum og er eiginfjárhlutfallið 97,7%. Í lok síðasta árs var hlutfallið 108%. Félagið greiðir arð til eigandans, það er Arion banka, að upphæð 500 milljónir króna, samkvæmt ákvörðun frá aðalfundi félagsins í mars sl.

Eignir í virkri stýringu sjóðsins voru 299 milljarðar króna í lok júní 2011, samanborið við 281 milljarð í árslok 2010.

Árshlutareikningur Stefnis .