Héraðsfréttarblaðið Feykir á Sauðárkróki segir frá því að mikið annríki sé um þessar mundir hjá Steinullarverksmiðjuni á Sauðárkróki og er unnið allan sólarhringinn á vöktum í verksmiðjunni frá sunnudagskvödi til föstudagskvölds. Met framleiðsla verður hjá Steinull á þessu ári.

Framleiðslumet hefur reyndar verið slegið á hverju ári undanfarin ár. Þannig voru framleidd 8.500 tonn af steinull áirð 2004, 9.300 tonn í fyrra og á þessu ári stefnir í að framleiðslan verði yfir 10.000 tonn. Framleiðslugeta Steinullarverksmiðjunnar var í upphafi áætluð 6.600 tonn en hefur verið aukin jafnt og þétt með endurbótum á framleiðsluferlinu segir í Feyki.

Aukin sala starfar fyrst og fremst af fjölgun nýbygginga. Um 40 manns starfa hjá verksmiðjunni og eru 5-6 að lágmarki á hverri vakt.