Christian Yates tekur við stöðu framkvæmdastjóra eignastýringarsviðs Askar Capital á þrengingarskeiði á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði en segist þó aðeins einblína á tækifærin sem leynast hvarvetna á slíkum tímum. Í raun megi líta á svo á að raunsæið sem sprettur af kreppu styrki markaðinn þegar til lengri tíma er litið. Kannski má líkja þessu við kalda sturtu sem vekur menn hressilega.

Yates ætti að gjörþekkja kaldar sturtur; hann þjónaði í breska hernum um átta ára skeið, tók ekki þátt í bardögum en var einn af hermönnum kalda stríðsins, og kynntist af eigin raun aganum og festunni sem herinn hefur í hávegum. Hann lauk námi frá Konunglega breska herskólanum í Sandhurst, skóli sem menntar foringja hersins og hefur að leiðarljósi að vera „miðstöð þjóðarinnar fyrir úrvals leiðtoga“. Christian Yates viðurkennir að herþjálfunin hafi gagnast honum í viðskiptalífinu.

Í Viðskiptablaðinu í dagn birtist viðtal við Yates. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .