Stjórn Símans gerir ráð fyrir að skrá fyrirtækið í Kauphöll Íslands fyrir árslok 2007, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Í tilkynningunni segir að stjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir hluthafafund, sem fram fer í mars næstkomandi tillögu um að stofnað verði sérstakt móðurfélag innan Símasamstæðunnar, Skipti hf. Gert er ráð fyrir að móðurfélagið verði skráð á markað fyrir árslok 2007.

Skipting Símans er liður í skipulagsbreytingu í samstæðu Símans, sem gengur út á að hver rekstareining verði rekin sem sér dótturfyrirtæki og þau verði síðan öll í eigu eins móðurfélags, eignarhaldsfélags, sem ekki mun hafa annan rekstur með höndum en þeim sem fylgir eignarhaldi á öðrum félögum og að koma fram fyrir samstæðuna sem samnefnari.