Núverandi kjörtímabil er sem kunnugt er brátt á enda. Steingrímur sagði í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið í nóvember að hann hygðist taka til varna ef reynt yrði að tala niður verk núverandi ríkisstjórnar.

Aðspurður segir Steingrímur að sú skoðun hans hafi ekkert breyst enda telji hann að ríkisstjórnin hafi náð miklum árangri.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er rætt við Steingrím um ástæður þess að hann kýs að hætta sem formaður Vinstri grænna á þessari stundu og hann sömuleiðis spurður um núverandi kjörtímabil.

Þið hafið talið upp langa verkefnalista og státað ykkur af því að hafa klárað þau verkefni. En þið lögðuð líka upp í leiðangra sem ekki hefur tekist að klára, s.s. breytingar á stjórnarskránni, grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, aðild að Evrópusambandinu og fleira. Tókuð þið að ykkur fleiri verkefni en þið réðuð síðan við?

„Okkur færðist vissulega mikið í fang og það má vissulega segja að það hefði verið auðveldara að hafa minna undir,“ segir Steingrímur.

„Eftir á má segja að það hefði verið skynsamlegra að einbeita sér að færri verkefnum. Á móti kemur að aðstæður og samfélagið kallaði á miklar breytingar sem nauðsynlegt var að ráðast í.“

Steingrímur mótmælir í kjölfarið orðum blaðamanns um að mörg verkefni hafi mistekist og telur upp fjölmörg verkefni sem klárast hafa á kjörtímabilinu og leggur sérstaklega áherslu á umfangsmiklar breytingar á Stjórnarráðinu.

„Menn eru fljótir að gleyma því hversu mikið hefur verið gert síðustu fjögur ár,“ segir Steingrímur.

„Við reyndum að gera eins mikið og við gátum og erum langt komin í þeirri vegferð. Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því að fjöldi heimila glímir enn við fjárhagserfiðleika og við þurfum áfram að veita þeim stuðning. Hins vegar þurfum við að fara varlega í kosningaloforðin í komandi baráttu.“

Aðspurður um mikið fylgistap flokksins í skoðanakönnunum nýverið segist Steingrímur ekki hafa áhyggjur af því og vera sannfærður

Ítarlega er rætt við Steingrím J. Sigfússon í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.