Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra telur að niðurfærsla á höfuðstóli íbúðalána og skattaafsláttar vegna séreignasparnaðar muni kosta hið opinbera um 188 milljarða króna. Þetta kemur fram í nefndaráliti sem hann skilaði vegna málsins.

Þar af er framlag úr ríkissjóði 80 milljarðar króna, kostnaður fyrir Íbúðalánasjóð verði allt að 24 milljarðarkróna, kostnaður fyrir sveitarfélög vegna tapaðra útsvarstekna verði allt að 21 milljaðrur króna, apaðar skattekjur ríkissjóðs á árunum 2014-w2017 og framreiknað tapað skattfé miðað við 3,5% ávöxtun verði allt að 43 milljarðar.

Þá verði áætlæður framtíðarkostnaður ríkissjóðs vegna aukinna útgjalda í almannatryggingakerfinu sökum skerts séreignarsparnaðar um 15 milljarðar og áætlaður kostnaður vegna hærri vaxtakostnaðar um fimm milljarðar.

Samtals gerir þetta um 188 milljarðar króna, að mati Steingríms.